Sérfræðingur í rekstri á Microsoft skýjalausnum

Við leitum að skýjaþjónustu sérfræðingi með frábæra þjónustulund til að taka þátt í teyminu okkar. Við bjóðum frábært starf þar sem unnið er bæði sjálfstætt og í teymi með hressu og skapandi fólki sem vill ná lengra alla daga.

Við leitum að

 • Þér, því þú hefur frábæra samskiptafærni í tali og riti 
 • Þér, því þú ert tölvunörd og þekkir skýjalausnir eins og handabakið á þér 
 • Þér, því þú brennur fyrir  leysa krefjandi verkefni 


Helstu verkefni og ábyrgðir
 

 • Rekstur skýjalausna (M365 og Azure) 
 • Innleiðingar skýjalausna (M365 og Azure) 
 • Ráðgjöf til viðskiptavina 


Menntunar- og hæfniskröfur
 

 • Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi 
 • Reynsla af rekstri Microsoft 365 umhverfi 
 • Reynsla af rekstri Microsoft Azure umhverfi 
 • Mjög góð samskiptafærni 
 • Áhugi og frumkvæði í starfi 
 • Löngun til að vaxa í starfi 

  

Við bjóðum uppá  

 • Sveigjanlegan vinnutíma með möguleika á vinnu utan skrifstofunnar 
 • Skemmtilegt og þægilegt vinnuumhverfi með hæfileikaríku fólki 
 • Fjölbreytt verkefni 
 • Kaffi, te, gos, heilsudrykkir og aðrir minna heilsudrykkir 

 

Atmos Cloud vinnur að því að skapa fyrirtækjamenningu sem heldur uppi skapandi, sjálfstæðu og ánægðu vinnuafli og hvetjum til heilbrigðs jafnvægis milli vinnu og einkalífs. Við leggjum okkur fram við að vinna vel saman þar sem allir innan hópsins eru jafnir. Við hvetjum til þess að deila þekkingu til annara starfsmanna og fá hana margfalt til baka á gratís. Fyrirtækjapólitík á ekki heima hjá okkur og telst til sóunar. 

 

Upplýsingar um starfið og umsóknir sendast á job@atmos.is